Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr, var keyrður af velli er liðið spilaði við Al Hilal í gær.
Ronaldo var besti leikmaður Al Nassr í leiknum en hann gerði tvennu í 2-1 sigri og það seinna í framlengingu.
Á 115. mínútu var Ronaldo hins vegar keyrður af velli vegna meiðsla en óvíst er hversu alvarleg þau eru.
Það væri gríðarlega mikið áfall fyrir Al Nassr ef Ronaldo er lengi frá en hann er aðalmaður liðsins í sókninni.
Myndir af honum yfirgefa völlinn má sjá hér.