Harry Kane er genginn í raðir Bayern Munchen og er orðinn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Kane gerir samning við Bayern til ársins 2027 en hann hefur verið orðaður við félagið í allt sumar.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en heimtaði að fá að komast frá félaginu í þessum glugga.
Um er að ræða enska landsliðsfyrirliðann sem hefur aldrei spilað fyrir utan England og um nýtt ævintýri er að ræða.
Kane er næst markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en mun nú reyna fyrir sér í Bundesligunni.
Talið er að Kane kosti Bayern yfir 100 milljónir evra.