Real Madrid er víst að reyna að fá markmanninn David de Gea í sínar raðir en hann er samningslaus þessa stundina.
De Gea yfirgaf Manchester United í sumar en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu eftir mörg ár á Old Trafford.
Andre Onana var fenginn inn sem nýr aðalmarkvörður Man Utd og vill De Gea ekki sitja á bekknum.
Real leitar að nýjum markmanni eftir að Thibaut Courtois sleit krossband og verður kengi frá vegna þess.
De Gea er 32 ára gamall og lék áður með grönnum Real í Atletico Madrid en hélt til Englands árið 2011.