Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að Kevin de Bruyne verði frá í einhvern tíma.
Búist er við að De Bruyne verði frá í nokkrar vikur en hann meiddist í gær gegn Burnley í úrvalsdeildinni.
De Bruyne var tæpur fyrir leikinn en hann entist varla hálftíma áður en Guardiola þurfti að gera skiptingu.
Um eru að ræða sömu meiðsli og Belginn varð fyrir gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.
Möguleiki er á að De Bruyne spili ekki meira í ágúst sem er skellur fyrir ensku meistarana.