fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Breiðablik kallar Dag til baka frá Grindavík

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur kallað Dag Örn Fjeldsted til baka úr láni frá Grindavík samkvæmt öruggum heimildum 433.is.

Dagur er fæddur árið 2005 og þykir mikið efni. Sýndi hann til að mynda nokkra góða spretti með Blikum á undirbúningstímabilinu í vetur.

Var hann svo lánaður til Grindavíkur í Lengjudeildinni í byrjun tímabils til að fá meiri spiltíma í Meistaraflokki.

Kantmaðurinn ungi kom við sögu í þrettán leikjum Grindavíkur á tímabilinu.

Nú er ljóst að hans síðasti leikur fyrir Grindavík kom gegn Aftureldingu í gær. Þar kom hann inn á sem varamaður og spilaði síðustu 20 mínúturnar í mikilvægum 1-2 sigri á toppliðinu.

Breiðablik er í þriðja sæti Bestu deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Víkings, auk þess sem liðið er í fullu fjöri í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu