Matt Turner er genginn í raðir Nottingham Forest frá Arsenal.
Bandaríski markvörðurinn kom til Arsenal í fyrra en nú er tími hans hjá Lundúnaliðinu á enda.
Forest greiðir 10 milljónir punda fyrir Turner.
David Raya er á leið til Arsenal í hans stað. Hann kemur frá Brentford og mun veita Aaron Ramsdale verðuga samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar.
Arsenal og Forest mætast einmitt í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en ekki er víst hvort Turner standi í rammanum í þeim leik.
From Stateside to Trentside.
A new chapter awaits ❤️ pic.twitter.com/N2zA9tn7NG
— Nottingham Forest (@NFFC) August 9, 2023