Chelsea hefur staðfest komu markmannsins Robert Sanchez frá Brighton fyrir 25 milljónir punda.
Möguleiki er að Sanchez verði aðalmarkvörður Chelsea í vetur en hann fyllir skarð Edouard Mendy sem hélt til Sádí Arabíu.
Óvíst er hvort Sanchez fái traustið til að byrja með en Kepa Arrizabalaga er í dag markmaður númer eitt.
Sanchez er 25 ára gamall og á að baki tvo landsleiki fyrir Spán en missti sæti sitt hjá Brighton á síðasta tímabili.
Hann hefur leikið með Brighton í tíu ár og samdi við félagið sem krakki frá Levante.