Jordi Alba hefði getað fengið betur borgað hjá öðrum liðum en ákvað að skrifa undir samning við Inter Miami í sumar.
Frá þessu greinir leikmaðurinn sjálfur en hann vildi mikið fá að spila með Lionel Messi á nýjan leik.
Þrír fyrrum leikmenn Barcelona hafa samið við Miami en Messi var fyrstur og svo sannarlega stærsta nafnið til að krota undir.
,,Þrátt fyrir öll tilboðin sem ég var með í höndunum sem buðu mér meiri peninga, það sem ég vildi var að finna fyrir mikilvægi,“ sagði Alba.
,,Ég tel að ég hafi tekið réttu ákvörðunina. Þetta er það félag sem reyndi hvað mest að semja við mig.“
,,Það gerir mig mjög glaðan að fá að spila aftur með Leo og Busi [Sergio Busquets] hér hjá Inter Miami. Það eru nú þegar leikmenn hérna sem geta hjálpað okkur að vinna alla leikina.“