Paris Saint-Germain hefur áhuga á að fá Randal Kolo Muani til liðs við sig áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. L’Equipe segir frá.
Franski framherjinn gekk í raðir Frankfurt í fyrra og fór á kostum, skoraði 23 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
PSG hefur áður sýnt Muani áhuga og hefur nú endurvakið hann.
Nasser Al-Khelaifi stjórnarformaður PSG er mjög áhugasamur um hinn 24 ára gamla Muani og ætlar að hitta fulltrúa leikmannsins persónulega á næstunni.
Muani á að baki níu A-landsleiki fyrir Frakkland og var í hópi liðsins á HM í fyrra.