Miðasala á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna þar sem Víkingur R. mætir Breiðablik er farin af stað.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 11. ágúst. Leikurinn hefst klukkan 19:00 en hann verður einnig í beinni útsendingu á RÚV 2.
Miðasala fer fram á tix.is þar sem hægt er að kaupa miða annars vegar á svæði Víkings og hins vegar á svæði Breiðabliks.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri.