Manchester City hefur verið á ferð og flugi um Asíu í æfingaferð undanfarið. Einhverjir leikmenn skelltu sér á djammið og eyddu duglega í áfengi.
Leikmenn fengu að fara út að skemmta sér síðastliðinn föstudag og nýttu þeir Kyle Walker og Kevin De Bruyne sér það til hins ítrasta.
Þegar liðið var í Seúl í Suður-Kóreu um helgina fóru þeir félagar á næturklúbb og eyddu því sem nemur næstum 1,5 milljónum króna á aðeins þremur klukkustundum.
Myndir af þeim köppum eru hér neðar.
City undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið mætir Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudag og hefst enska úrvalsdeildin helgina eftir það.