Gianluigi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskanam á hilluna 45 ára gamall.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano í kvöld og segir að Buffon muni tilkynna þessa ákvörðun á næstunni.
Buffon er leikjahæsti leikmaður ítalska landsliðsins frá upphafi og gerði garðinn frægan sem markmaður Juventus.
Þrátt fyrir að vera orðinn 45 ára gamall var Buffon að spila með Parma í Serie B á síðustu leiktíð.
Buffon hefur spilað tæplega þúsund keppnsleiki fyrir sín félög á ferlinum sem hófst árið 1995.