Al Ahli í Sádi-Arabíu hyggst nú hreppa Sofyan Amrabat frá Fiorentina í sumar. L’Equipe segir frá.
Miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í allt sumar. Nú gæti hann hins vegar elt peningana til Sádi-Arabíu.
United hefur þegar fengið til sín þá Mason Mount og Andre Onana í sumar. Þá er Rasmus Hojlund á leiðinni. Til þess að fá Amrabat einnig þyrfti félagið að selja leikmenn.
Al Ahli gæti nýtt sér þetta og boðið leikmanninum samning.
Amrabat heillaði á síðustu leiktíð með Fiorentina og fór á kostum með Marokkó á HM, en liðið fór alla leið í undanúrslit.
Eins og flestir vita hefur fjöldinn allur af stjörnum farið til Sádi-Arabíu í sumar.