Miðjumaðurinn Marco Verratti er nú að kveðja franska boltann og tekur sama skref og aðrar stjörnur.
Verratti er að skrifa undir hjá Al Hilal í Sádí Arabíu og mun gera þriggja ára samning þar í landi.
Fabrizio Romano greinir frá þessu og notar fræga frasann sinn ‘Here we Go’ sem bendir til þess að skiptin séu að ganga í gegn.
Verratti er á besta aldri og er aðeins þrítugur en hann hefur leikið með Paris Saint-Germain undanfarin 11 ár.
Hann að baki 55 landsleiki fyrir Ítalíu og hefur lengi þótt vera einn öflugasti miðjumaður Evrópu.
EXCLUSIVE: Marco Verratti to Al Hilal, deal at advanced stages! Saudi club now closing in on agreement with PSG for the Italian midfielder 🚨🔵🇸🇦 #AlHilal
Three year contract offered to Verratti, documents to be prepared/checked soon.
Here we go soon — if all goes to plan. pic.twitter.com/ninO5Loyo1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2023