Það eru allar líkur á að Kylian Mbappe sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Paris Saint-Germain.
Mbappe er til sölu í sumar en PSG virðist loksins hafa fengið nóg af stórstjörnunni.
Mbappe var ekki valinn í leikmannahóp PSG í dag yfir þá leikmenn sem ferðast til Kína í æfingaferð.
Deildin í Frakklandi hefst í næsta mánuði og er PSG að senda frá sér ansi skýr skilaboð.
Mbappe vill sjálfur komast burt en líklegasti áfangastaður hans er Real Madrid.