Jordan Henderson hefur náð munnlegu samkomulagi við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Fyrirliðinn hefur verið orðaður við liðið, sem Steven Gerrard stýrir, undanfarna daga og nú gætu skiptin gengið í gegn.
Henderson er 33 ára gamall en hann gerði fjögurra ára samning við Liverpool sumarið 2021.
Talað hefur verið um að hann gæti fjórfaldað launin sín hjá Al-Ettifaq.
Nú þurfa félögin að ná saman um kaupverð. Al-Ettifaq vildi fá Henderson frítt en Liverpool tekur það ekki í mál.
Henderson gæti kostað um 10 milljónir punda.
🚨 Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There’s an agreement in principle, still verbal. Contract agreed.
Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free 🇸🇦
Hendo spoke to Klopp today and there’s green light. pic.twitter.com/aRgGd9YKPW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023