Ashley Young er nýr leikmaður Everton. Félagið staðfesti þetta fyrr í dag.
Young er orðinn 38 ára gamall en hvergi nærri hættur og ætlar að taka slaginn með Everton á næstu leiktíð. Hann gerir eins árs samning við félagið.
Samningur kappans við Aston Villa rann út í sumar og hefur hann síðan verið í leit að nýju félagi.
Kappinn var áður hjá Inter og auðvitað um langt skeið hjá Manchester United.
Everton hefur verið í hörkufallbaráttu undanfarin tvö tímabil.
✍️ | Ashley Young has become our first signing of the summer on a free transfer, agreeing a one-year deal.#EFC 🔵 @youngy18
— Everton (@Everton) July 13, 2023