Jordan Henderson færist nær þeirri ákvörðun að halda til Sádi-Arabíu og skrifa undir hjá Al-Ettifaq. David Ornstein á The Athletic segir frá.
Henderson er 33 ára gamall en hann gerði fjögurra ára samning við Liverpool sumarið 2021.
Liverpool er talið reiðubúið að leyfa Henderson að fara en Steven Gerrard er þjálfari Al-Ettifaq og vill sækja enska miðjumanninn til félagsins.
Henderson myndi fjórfalda laun sín hjá Al-Ettifaq og íhugar alvarlega að gera það. Búast má við ákvörðun bráðlega.
Nái Henderson samkomulagi við Al-Ettifaq munu félögin hefja viðræður.
🚨 Jordan Henderson leaning towards accepting life-changing Al Ettifaq offer. 33yo set to decide imminently. Would quadruple Liverpool wages. Gerrard driving pursuit. If Henderson approves, clubs will immediately hold talks on deal @TheAthleticFC #LFC #SPL https://t.co/cAm84DJ6CK
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 12, 2023