Landsliðsmenn Tottenham mættu til æfinga í dag eftir sumarfrí og þar á meðal var Harry Kane fyrirliði liðsins en framtíð hans hefur verið til umræðu.
Kane virkaði í sínu besta skapi þegar hann kom úr sumarfríi en James Maddison og fleiri voru að mæta til æfinga í dag.
Day one pt.2 pic.twitter.com/cT10aUG0Fu
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 12, 2023
Búið er að boða til fundar milli hans og Ange Postecoglou stjóra félagsins. Postecoglou var ráðinn til Tottenham í sumar en hans stærsti hausverkur er að reyna að halda Kane.
FC Bayern er búið að leggja fram tvö tilboð í Kane sem hafa ekki fallið vel í kramið hjá Tottenham.
Kane á bara ár eftir af samningi sínum við Spursen félagið er tilbúið að hækka launin hans hressilega. Kane er með 200 þúsund pund á viku í dag.
Kane hefur ekki verið líklegur til þess að gera nýjan samning en Tottenham mun reyna að freista hans með alvöru tilboði.