Paris Saint-Germain hefur staðfest kaup sín á Cher Ndour frá Benfica en hann gerir fimm ára samning við félagið.
Ndour er 18 ára gamall miðjumaður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í mars.
Benfica er þekkt fyrir að búa til gæðaleikmenn en hann var rétt rúmlega 16 ára gamall þegar hann spilaði fyrir Benfica B.
Varð hann þá yngsti leikmaður sögunnar að spila fyrir Benfica B liðið og hefur vakið athygli liða síðan þá.
PSG er að reyna að styrkja lið sitt með eldri og reyndari leikmönnum en líka ungum og efnilegum leikmönnum.