Liverpool hefur í sumar velt því fyrir sér hvort félagið ætti að kaupa Khepren Thuram miðjumann Nice en það virðist nú vera úr sögunni.
Thuram hefur tekið ákvörðun um að vera áfram hjá Nice ef marka má fréttir í frönskum miðlum.
Thuram er 22 ára gamall og er kraftmikill en Nice hefur ekki viljað Thurham og hann ætlar að sætta sig við það.
Nice er byrjað að ræða nýjan samning við Thuram sem er sonur Lilian Thuram sem átti magnaðan feril sem leikmaður.
Bróðir Khepren skipti um lið í sumar en Marcus Thuram gekk í raðir Inter á dögunum eftir góð ár í Þýskalandi.