Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Grindavík bjargaði stigi gegn Þór eftir að hafa lent undir með marki Marc Rochester Sörensen. Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn í lokin og lokatölur 1-1.
Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig en Þór er sæti neðar með stigi minna.
Grindavík 1-1 Þór
0-1 Marc Rochester Sörensen
1-1 Marko Vardic
Leiknir R. bjargaði andlitinu gegn Ægi á lokamínútunum. Leikið var í Breiðholti.
Leiknismönnum hefur gengið skelfilega og stefndi allt í 1-2 tap liðsins þegar það sneri dæminu við í lokin.
Leiknir fer upp í níunda sæti með 11 stig en Ægir er á botninum með 4.
Leiknir R. 3-2 Ægir
1-0 Sindri Björnsson
1-1 Dimitrije Cokic
1-2 Ivo Braz
2-2 Omar Sowe
3-2 Baldvin Þór Berndsen (Sjálfsmark)
Afturelding þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Þróttir R. á heimavelli. Eina mark leiksins gerði Aron Elí Sævarsson eftir tæpan klukkutíma.
Afturelding er á toppnum með 29 stig, 7 stiga forskot á Fjölni, en Þróttur er í sjöunda sæti.
Afturelding 1-0 Þróttur R.
1-0 Aron Elí Sævarsson
Fjölnir heimsótti einmitt Njarðvík og gerði jafntefli.
Bjarni Gunnarsson var allt í öllu í lok fyrri hálfleiks. Hann tók víti fyrir Fjölni, klikkaði en fylgdi eftir og skoraði. Stuttu síðar fékk hann umdeilt beint rautt spjald.
Hreggviður Hermannsson jafnaði fyrir Njarðvík í seinni hálfleik en fékk sjálfur rautt spjald einnig.
Njarðvík 1-1 Fjölnir
0-1 Bjarni Gunnarsson
1-1 Hreggviður Hermannsson