Það fór einn leikur fram í Bestu deild karla í kvöld. Valur tók þá á móti Fylki.
Það var markalaust eftir fremur rólegan fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni kom fyrrum Fylkismaðurinn Orri Hrafn Kjartansson Val yfir með frábæru marki.
Heimamenn gengu á lagið og um tíu mínútum síðar, eftir rúman klukkutíma leik, var Adam Ægir Pálsson búinn að tvöfalda forystu þeirra.
Fylkir fékk víti þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Ólafur Karl Finsen fór á punktinn og skoraði.
Nær komust gestirnir hins vegar ekki og lokatölur 2-1.
Valur 2-1 Fylkir
1-0 Orri Hrafn Kjartansson
2-0 Adam Ægir Pálsson
2-1 Ólafur Karl Finsen