Líkurnar á að Victor Osimhen yfirgefi Napoli í sumar fara hverfandi, sérstaklega eftir ný ummæli forseta félagsins.
Osimhen var frábær fyrir Napoli sem vann ítölsku deildina sannfærandi á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann orðaður við fjölda stórliða.
„Eina félagið sem hefur efni á Victor Osimhen er Paris Saint-Germain,“ segir Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli.
Hann er harður í horn að taka og svo virðist sem Osimhen fari ekki neitt í sumar.
„Ef Nasser Al Khelaifi vill bjóða 200 milljónir evra í hann getum við tekið stöðuna. Persónulega tel ég að Victor verði áfram hér.“