Kylian Mbappe ætlar sér að láta samninginn sinn við PSG renna út og vera þar á næstu leiktíð, sama hvaða hótanir koma frá PSG.
Mbappe hefur látið PSG vita að hann muni ekki framlengja dvöl sína hjá félaginu en félagið vill þá losna við hann í sumar.
PSG hefur ekki áhuga á því að missa einn besta knattspyrnumann í heimi frítt frá sér.
Samkvæmt fréttum í Frakklandi er Mbappe alveg til í að vera á bekknum hjá PSG í vetur og geta farið frítt frá félaginu næsta sumar.
Real Madrid er tilbúið að taka Mbappe en félagið hefur tæplega efni á að kaupa hann fyrir væna summu í sumar. PSG gæti hins vegar lækkað verðmiðann ef Mbappe verður erfiður við félagið á næstu vikum.
Mbappe er 24 ára gamall en hann hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður í heimi.