David Datro Fofana er farinn til Union Berlin á láni frá Chelsea. Þýska félagið staðfestir komu hans í dag.
Hin tvítugi Fofana gekk í raðir Chelsea frá Molde í janúar en var í aukahlutverki seinni hluta leiktíðar.
Framherjinn ungi er mættur til Union Berlin í leit að meiri spiltíma.
Þýska liðið leikur í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð eftir frábært tímabil í fyrra.
Chelsea átti hins vegar afleitt tímabil og undirbýr sig undir nýja tíma undir stjórn Mauricio Pochettino.
Well, Unioner. It's a beautiful morning. The birds are singing, the sun is high…
AND DAVID DATRO FOFANA IS AN UNIONER
Welcome to the family, David. Eisern!!!https://t.co/05t5bm1XaG
— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) July 11, 2023