Al-Ittihad í Sádí Arabíu hefur boðið Paul Pogba rosalegan samning sem myndi gera hann að einum launahæsta leikmanni í heimi.
Pogba heimsótti Sádí Arabíu um helgina og segir Sky á Ítalíu að Pogba hafi heimsótt æfingasvæði Al-Ittihad.
Pogba átti mjög erfitt ár hjá Juventus en þangað kom hann frítt frá Manchester United.
Al-Ittihad er vel mannað lið en liðið fékk N´Golo Kante og Karim Benzema fyrr í sumar og nú gæti þriðji franski leikmaðurinn verið á leið.
Juventus er sagt tilbúið að selja Pogba en Al-Ittihad er til í að borga honum 100 milljónir evra í árslaun eða 14,7 milljarða á ári.