Arsenal er svo gott sem búið að ganga frá kaupum á Jurrien Timber en varnarmaðurinn frá Hollandi fór í læknisskoðun um helgina.
Timber og fjölskylda héldu svo kveðjupartý fyrir hann í Hollandi og þaðan birtist mynd. Bróðir hans birti myndina.
Þar má sjá Timber í treyju Arsenal en enska félagið hefur ekki tilkynnt um kaupin en búist er við því að það gerist á næstu dögum.
Timber er öflugur varnarmaður en hann getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður, hann getur einnig leyst stöðuna sem djúpur miðjumaður.
Arsenal er að kaupa Timber og Declan Rice og bætast þeir þá í hóp Kai Havertz sem Arsenal keypti á dögunum.