Rannsóknarfyrirtækið CIES Football Observatory birti nýlega lista yfir verðmætustu markverði heims. Þar er eitt og annað áhugavert.
Fyrirtækið var stofnað árið 2005 sér um tölfræðigreiningar í knattspyrnu. Hefur það síðan unnið með bæði FIFA og UEFA, auk stórliða Chelsea og Manchester City.
Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, er verðmætasti markvörður heims samkvæmt listanum og er hann metinn á 79 milljónir evra.
Ramsdale gekk í raðir Arsenal frá Sheffield United sumarið 2021 fyrir 30 milljónir punda. Hefur hann komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni.
Gianluigi Donnarumma hjá Paris Saint-Germian er í öðru sæti listans, metinn á 75 milljónir evra.
Þar á eftir kemur Alisson hjá Liverpool.
Listinn í heild er hér að neðan.
Most expensive goalkeepers 🗺️ as per exclusive @CIES_Football ⚽ statistical model
🥇 #AaronRamsdale 🏴 (@arsenal)
🥈 #GigiDonnarumma 🇮🇹 (@PSG_inside)
🥉 #AlissonBecker 🇧🇷 (@LFC)
Top 💯 👉 https://t.co/ISlPAFhHQv pic.twitter.com/6IqyZQ4Vcd— CIES Football Obs (@CIES_Football) June 7, 2023