Framherjinn Paul Mullin gerir sér vonir um að fá tækifæri með welska landsliðinu á þessu ári.
Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann Wrexham sem tryggði sér sæti í League Two eða fjórðu efstu deild Englands á síðustu leiktíð.
Mullin var stórkostlegur fyrir Wrexham á tímabilinu en hann skoraði 47 mörk í öllum keppnum.
Hann þekkir það að spila í deildinni fyrir ofan og varð markakóngur árið 2021 með Cambridge og gerði þá 32 mörk.
Hann stefnir á að bæta það met á næsta tímabili og vonast til að landsliðsþjálfari Wales, Rob Page, taki eftir hans frammistöðu.
,,Ég spila fótbolta eins vel og ég get, síðast þegar ég var í League Two þá vann ég gullskóinn,“ sagði Mullin.
,,Vonandi get ég bætt það met á þessu ári en jafnvel þó ég geri það ekki og við eigum gott tímabil þá er það eina sem skiptir máli.“
,,Kannski einn daginn telur Page að ég geti gert mitt fyrir landsliðið og það er eitthvað sem mig dreymir um.“