Stuðningsmenn Chelsea eru margir bálreiðir út í miðjumanninn Mason Mount sem yfirgaf félagið á dögunum.
Mount er uppalinn hjá Chelsea og var vinsæll hjá félaginu en vildi ekki krota undir nýjan samning.
Man Utd borgar um 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem átti aðeins ár eftir af samningi sínum.
Myndband af Mount og faðir hans, Tony, bar birt í gær en þar má sjá þá í búningsklefa Man Utd á Old Trafford.
,,Mason, þessi búningsklefi. Þetta er okkar heimili, við eigum heima hér. Hver hefðí hugsað þetta þegar ég ól þig upp?“ sagði faðirinn við Mount í myndbandinu.
Mount svaraði þá: ,,Ég veit, ansi sérstakt er það ekki?“
Það hefur farið ansi illa í stuðningsmenn Chelsea sem hafa látið Mount heyra það á samskiptamiðlum og kalla hann svikara.
,,Hann kom inn sem strákur en yfirgaf félagið sem snákur. Takk fyrir ekkert, Mason Mount,“ skrifar einn.
,,Við kölluðum allir Thibaut Courtois snák og nú er Mikki mús Mount ennþá stærri snákur. Leyfið því að venjast,“ bætir annar við.
Sá þriðji segir svo: ,,Litla rotta. Mason ‘Snákur’ Mount.“ Það er því ansi augljóst að Mount er ekki vinsæll í London í dag og væri erfitt fyrir hann að snúa aftur heim á einhverjum tímapunkti.