fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Kallaður rotta og svikari eftir ummæli í klefanum á Old Trafford – ,,Takk fyrir ekkert“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea eru margir bálreiðir út í miðjumanninn Mason Mount sem yfirgaf félagið á dögunum.

Mount er uppalinn hjá Chelsea og var vinsæll hjá félaginu en vildi ekki krota undir nýjan samning.

Man Utd borgar um 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem átti aðeins ár eftir af samningi sínum.

Myndband af Mount og faðir hans, Tony, bar birt í gær en þar má sjá þá í búningsklefa Man Utd á Old Trafford.

,,Mason, þessi búningsklefi. Þetta er okkar heimili, við eigum heima hér. Hver hefðí hugsað þetta þegar ég ól þig upp?“ sagði faðirinn við Mount í myndbandinu.

Mount svaraði þá: ,,Ég veit, ansi sérstakt er það ekki?“

Það hefur farið ansi illa í stuðningsmenn Chelsea sem hafa látið Mount heyra það á samskiptamiðlum og kalla hann svikara.

,,Hann kom inn sem strákur en yfirgaf félagið sem snákur. Takk fyrir ekkert, Mason Mount,“ skrifar einn.

,,Við kölluðum allir Thibaut Courtois snák og nú er Mikki mús Mount ennþá stærri snákur. Leyfið því að venjast,“ bætir annar við.

Sá þriðji segir svo: ,,Litla rotta. Mason ‘Snákur’ Mount.“ Það er því ansi augljóst að Mount er ekki vinsæll í London í dag og væri erfitt fyrir hann að snúa aftur heim á einhverjum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur