Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur fengið mikið hrós á samskiptamiðlum frá aðdáendum sínum.
Henderson er fyrirliði Liverpool og hefur verið í dágóðan tíma en hlutverk hans hjá félaginu minnkar með árunum.
Henderson virðist ákveðinn í því að mæta í sínu besta standi til leiks í vetur og birti svakalegar myndir fyrir helgi.
Enski landsliðsmaðurinn er byrjaður að boxa sem dæmi og er líkami hans í frábæru ástandi fyrir tímabilið sem byrjar í næsta mánuði.
,,Þetta er okkar Rocky,“ skrifar einn aðdáandi við myndirnar af Henderson og bætir annar við: ,,Mætti halda að þú værir tvítugur.“
Henderson er 33 ára gamall og hefur verið orðaður við brottför í sumar.