David de Gea hefur staðfest það að hann sé á förum frá Manchester United eftir meira en áratug hjá félaginu.
Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma eftir að Man Utd ákvað að draga samningstilboð sitt til leikmannsins til baka.
De Gea er aðeins 32 ára gamall en hann fagnar þó 33 ára afmæli sínui í nóvember á þessu ári.
Hann gekk í raðir Man Utd frá Atletico Madrid árið 2011 og spilaði yfir 400 deildarleiki á þessum 12 árum.
De Gea staðfestir það sjálfur að hann sé að kveðja í sumar og er búist við að hann haldi til Sádí Arabíu.
De Gea er Spánverji og á að baki 45 landsleiki fyrir þjóð sína.