Einn fjörugasti leikur sumarsins fór fram í kvöld er Keflavík fékk lið Víkings R. í heimsókn.
Um var að ræða markaveislu en staðan eftir 13 mínútur var strax orðin 2-2 og stefndi allt í frábæra skemmtun.
Frans Elvarsson virtist ætla að tryggja Keflavík sigur með marki í seinni hálfleik eða alveg þar til í blálokin.
Nikolaj Hansen komst þá á blað fyrir Víkinga til að tryggja stig þegar örfáar sekúndur voru eftir.
Fyrr í dag áttust við ÍBV og Fram en þar hafði það fyrrnefnda betur 1-0.
Keflavík 3 – 3 Víkingur R.
1-0 Magnús Þór Magnússon (‘5)
1-1 Nikolaj Hansen (‘7, víti)
1-2 Danijel Dejan Djuric (’11)
2-2 Magnús Þór Magnússon (’13)
3-2 Frans Elvarsson (’51)
3-3 Nikolaj Hansen (’95)
ÍBV 1 – 0 Fram
1-0 Alex Freyr Hilmarsson (‘3)