Sky Sports fjallar um það að Liverpool sé að undirbúa tilboð í Levi Colwill varnarmann Chelsea. Er hann verulega eftirsóttur.
Colwill var á láni hjá Brighton á síðustu leiktíð og var frábær í vörn liðsins.
Colwill er tvítugur og leikur með yngri landsliðum Englands en Brighton er að undirbúa 40 milljóna punda tilboð.
Jurgen Klopp vill fá inn einn miðjumann í viðbót og miðvörð áður en tímabilið hefst og gæti Colwill verið rétta púslið.
Colwill átti sjöttu flestu sendingar í deildinni í fyrra og var öflugur í varnarleiknum eins og tölfræðin sannar.