AC Milan hefur lagt fram annað tilboð sitt í Christian Pulisic, leikmann Chelsea.
Það er The Athletic sem segir frá þessu.
Tilboði Milan upp á um 12 milljónir punda var hafnað af Chelsea á dögunum en nýtt tilboð hljóðar upp á um 19 milljónir punda.
Hinn 24 ára gamli Pulisic á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea.
Miklar vonir voru bundnar við Bandaríkjamanninn er hann gekk í raðir Chelsea frá Borussia Dortmund árið 2019. Kappinn hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum í London.
Lyon hefur einnig áhuga á Pulisic og bauð 21 milljón punda í hann á dögunum. Leikmaðurinn sjálfur vill hins vegar mun frekar fara til Milan.