Gerard Pique fyrrum varnarmaður Barcelona fékk vægt áfall þegar Shakira, fyrrum eiginkona hans fór að saka hann um framhjáhald í fjölmiðlum.
Shakira og Pique ákváðu að skilja fyrir ári síðan en síðan þá hafa pillur farið þeirra á milli í fjölmiðla.
Spænskir miðlar segja frá því að Pique telji sögur hennar um framhjáhald ekki réttar enda taldi hann þau vera í opnu sambandi.
Segja spænskir miðlar að Pique og Shakira hafi verið í opnu sambandi í þrjú ár áður en þau slitu sambandi.
Pique er með nýja kærustu í dag en Shakira hefur mikið sést með Lewis Hamilton sem er einn fremstu ökuþór í heimi.