Dramatíkin á Akureyri í undanúrslitaleik KA og Breiðabliks var ótrúleg, bæði lið töldu sig um tíma vera á leið í úrslitaleikinn. X vann leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni.
Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Leikurinn var jafn en KA ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti og það skilaði sér í marki frá Ásgeiri.
Klæmint Olsen sem hefur verið verulega drjúgur í liði Blika, jafnaði leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Það var svo á annari mínútu uppbótartími sem Blikar fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Höskuldur Gunnlaugsson steig á vettvang og taldi sig hafa hamrað Blikum í úrslitaleikinn.
MARK⚽️Höskuldur Gunnlaugsson kemur Blikum yfir í uppbótartíma. KA-Breiðablik 1-2. pic.twitter.com/CFma3YQ4NK
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 4, 2023
Það voru svo örfáar sekúndur eftir af leiknum þegar Ívar Örn Árnason jafnaði leikinn og því þurfta að grípa til framlengingar.
Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir á 105 mínútu með marki úr vítaspyrnu. Áfram hélt dramatíkin og Pætur Petersen jafnaði fyrir KA þegar þrjár mínútur voru eftir af framleningu og því endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni. Þar endaði KA sem sigurvegari
Svona var gangur vítaspyrnukeppninnar:
Elfar Árni Aðalsteinsson klikkaði fyrir KA
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrir Blika
Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA
Gísli Eyjólfsson klikkaði fyrir Blika
Hallgrímur Mar Steingrímsson klikkaði fyrir KA
Viktor Karl Einarsson klikkaði fyrir Blika
Ívar Örn Árnason skoraði fyrir KA
Klæmint Olsen klikkaði fyrir Blika
Rodri skoraði fyrir KA
KA er komið í úrslitaleikinn og mætir þar Víkingi eða KR á Laugardalsvelli.
MARK⚽️ Pætur Petersen með dramatískt jöfnunarmark fyrir KA og við erum að fara í vítakeppni. Staðan eftir framlengingu, KA-Breiðablik 3-3. pic.twitter.com/HCwNPtidwO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 4, 2023