fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Rosaleg dramatík á Akureyri – Blikar klikuðu á þremur vítum og KA er komið í úrslitaleikinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dramatíkin á Akureyri í undanúrslitaleik KA og Breiðabliks var ótrúleg, bæði lið töldu sig um tíma vera á leið í úrslitaleikinn. X vann leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni.

Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Leikurinn var jafn en KA ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti og það skilaði sér í marki frá Ásgeiri.

Klæmint Olsen sem hefur verið verulega drjúgur í liði Blika, jafnaði leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var svo á annari mínútu uppbótartími sem Blikar fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Höskuldur Gunnlaugsson steig á vettvang og taldi sig hafa hamrað Blikum í úrslitaleikinn.

Það voru svo örfáar sekúndur eftir af leiknum þegar Ívar Örn Árnason jafnaði leikinn og því þurfta að grípa til framlengingar.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir á 105 mínútu með marki úr vítaspyrnu. Áfram hélt dramatíkin og Pætur Petersen jafnaði fyrir KA þegar þrjár mínútur voru eftir af framleningu og því endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni. Þar endaði KA sem sigurvegari

Svona var gangur vítaspyrnukeppninnar:
Elfar Árni Aðalsteinsson klikkaði fyrir KA
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrir Blika
Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA
Gísli Eyjólfsson klikkaði fyrir Blika
Hallgrímur Mar Steingrímsson klikkaði fyrir KA
Viktor Karl Einarsson klikkaði fyrir Blika
Ívar Örn Árnason skoraði fyrir KA
Klæmint Olsen klikkaði fyrir Blika
Rodri skoraði fyrir KA

KA er komið í úrslitaleikinn og mætir þar Víkingi eða KR á Laugardalsvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær í stúkunni og gæti verið að taka við

Solskjær í stúkunni og gæti verið að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er þetta markvarsla tímabilsins í úrvalsdeildinni? – Sjáðu stórkostleg tilþrif Martinez

Er þetta markvarsla tímabilsins í úrvalsdeildinni? – Sjáðu stórkostleg tilþrif Martinez
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Í gær

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Í gær

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd