Steven Gerrard horfir til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að styrkingu fyrir lið sitt, Al-Ettifaq, eftir að hafa tekið við sem stjóri.
Ráðning Gerrard í Sádi-Arabíu var staðfest í gær og er hún til tveggja ára.
Gerrard hefur einnig stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum en Liverpool-goðsögnin var rekin frá Villa á síðustu leiktíð.
Fyrrum miðjumaðurinn er strax farinn að horfa til þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð.
Horfir Gerrard til Liverpool og hefur áhuga á fyrirliðanum Jordan Henderson.
Þá hefur Gerrard einnig áhuga á Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum fyrirliða Arsenal.