Geoff Shreeves sem hefur tekið viðtöl hjá Sky Sports í mörg er hættur, hann er einn af þeim sem neitaði að taka á sig launalækkun hjá fyrirtækinu.
Sky Sports er að skera niður allan kostnað hjá sér og þeirra dýrustu starfsmenn þurfa margir að lækka laun sín.
Shreeves var boðið að halda áfram en lækka launin sín en kaus það að labba í burtu, hann er með annað tilboð í fjölmiðlum.
Martin Tyler hætti á dögunum eftir að hafa lýst á Sky í mörg ár en honum var boðið að halda áfram á lægri launum og Graeme Souness er hættur sem er sérfræðingur.
Sky hefur rekið mikið af starfsfólki undanfarið en mörgum er boðið að sækja um aftur en eins og aðrir á lægri kjörum.