fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Á barmi þess að krota undir nýjan samning

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 16:00

William Saliba

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Saliba er á barmi þess að krota undir nýjan samning við Arsenal.

Hinn 22 ára gamli Saliba var algjör lykilmaður hjá Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og voru því margir stuðningsmenn orðnir áhyggjufullir.

Saliba mun hins vegar skrifa undir nýjan fjögurra ára samning, með möguleika á árs framlengingu, á allra næstunni.

Franski miðvörðurinn gekk í raðir Arsenal 2019 en var lánaður út þrisvar og spilaði fyrst fyrir aðalliðið á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll