Það er útlit fyrir að Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic sé á förum frá Chelsea í sumar.
Miklar vonir voru bundnar við hinn 24 ára gamla Pulisic er hann gekk í raðir Chelsea frá Borussia Dortmund árið 2019. Kappinn hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum í London.
Það er talið líklegast að kantmaðurinn endi hjá AC Milan í sumar. Félagið hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn til sín.
Þó hefur Lyon boðið 21 milljón punda í Pulisic en hann hefur minni áhuga á að fara þangað samkvæmt frétt ESPN.
Það er því útlit fyrir að Mílanó verði næsti áfangastaður hans.