Al-Ettifaq í Sádí Arabíu er aftur búið að opna samtali við Steven Gerrard um að taka við þjálfun liðsins.
Gerrard heimsótti Sádí Arabíu á dögunum og var í viðræðum við félagið.
Upp úr þeim slitnaði og var talið að Gerrard myndi afþakka boð um að taka við liði þar í landi.
Al-Ettifaq er hins vegar búið að sannfæra Gerrard um að koma aftur í viðræður. Gerrard hefur stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum.
Gerrard var rekinn frá Aston Villa á síðustu leiktíð en nýtt starf og vel launað í Sádí gæti heillað kauða.
🚨BREAKING 🚨
Talks have resumed between Saudi Pro-League club Al-Ettifaq and Steven Gerrard over their managerial post. 🇸🇦 pic.twitter.com/mrzYLNlU1L
— Football Daily (@footballdaily) July 3, 2023