Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Þar tók Þróttur R. á móti Selfossi.
Heimakonur gengu frá leiknum á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks. Katherine Amanda Cousins kom þeim yfir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bætti við marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þróttur bætti við marki í blálok leiksins. Þar var að verki Katla Tryggvadóttir. Lokatölur 3-0.
Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, stigi á eftir Breiðabliki og Val sem þó eiga leik til góða.
Selfoss er hins vegar í vandræðum. Liðið er á botni deildarinnar með aðeins 7 stig eftir 11 leiki.