Hakim Ziyech virðist ekki vera á leiðinni til Sádí Arabíu en hann var nálægt því að ganga í raðir Al-Nassr.
Ziyech hefur leitað sér að nýju félagi alveg síðan í janúar en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Chelsea.
Ziyech gekkst undir læknisskoðun hjá Al-Nassr og komu þar upp vandamál sem félagið var ekki hrifið af.
Marakkóinn gat skrifað undir samning við Al-Nassr en var tjáð að taka á sig 40 prósent launalækkun til að gera það.
Ziyech hafði engan áhuga á að lækka launin um 40 prósent og er nú óljóst hvað hann gerir í sumar.
Vængmaðurinn virðist vera að glíma við slæm meiðsli bæði í hné og í læri sem varð til þess að Al-Nassr dró upprunarlega tilboð sitt til baka.