Viðar Örn Kjartansson hefur skrifað undir samning við lið CSKA 1948 Sofia sem leikur í Búlgaríu.
Þetta staðfestir búlgarska félagið í dag en um er að ræða lið sem var stofnað fyrir aðeins sex árum síðan.
Félagið leikur í efstu deild í Búlgaríu og hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Viðar kemur til félagsins frá Atromitos í Grikklandi en þar spilaði framherjinn í rúmlega eitt ár.
Viðar hefur komið víða við á sínum ferli en hefur þó ekki spilað í Búlgaríu hingað til sem er nýtt ævintýri.
Viðar er 33 ára gamall og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland og hefur þar skorað fjögur mörk.
View this post on Instagram