Vængmaðurinn Manor Solomon er að ganga í raðir Tottenham og kemur til félagsins á frjálsi sölu.
Solomon var í láni hjá Fulham á síðustu leiktíð og skoraði þar fimm mörk í 24 leikjum á Englandi.
Tottenham var hrifið af frammistöðu leikmannsins sem er 24 ára gamall ísraelskur landsliðsmaður.
Búist er við að Solomon gangist undir læknisskoðun strax eftirt helgi og verður svo hægt að klára skiptin.
Solomon er samningsbundinn Shakhtar Donetsk en má fara þaðan frítt ef allt gengur eftir.