Það eru svo sannarlega ekki allir stuðningsmenn Manchester United sem vilja halda David de Gea hjá félaginu.
Framtíð De Gea er í mikilli óvissu en Man Utd er talið hafa dregið nýtt samningstilboð sitt til baka.
Maður að nafni EriksButcher á Twitter hefur vakið mikla athygli fyrir myndband sem hann birti í gær.
Notandinn gerði heilt tveggja tíma myndband um De Gea þar sem hann sýnir öll mistök Spánverjans frá komu hans 2011.
Myndbandið má sjá hér.
David De Gea: Fraud pic.twitter.com/7hlAwvnpa9
— 𝙇𝙈 🔪 (@EriksButcher) July 1, 2023