Daily Telegraph fjallar nú um það að Harry Kane sé að byggja nýtt glæsibýli sem er við hlið Cobham, æfingasvæði Chelsea.
Sögusagnir hafa farið af stað um að Kane gæti mögulega verið á leið til Chelsea en hann er búsettur í London og leikur með Tottenham.
Kane er að láta byggja nýtt heimili fyrir sig og sína fjölskyldu um 10 kílómetrum frá æfingasvæði Chelsea.
Allar líkur eru á að Kane sé á förum frá Tottenham í sumar en Bayern Munchen og Manchester United eru mest orðuð við kappann.
Kane á þrjú börn með eiginkonu sinni Kate en fjórða barnið er á leiðinni og gæti hvatt leikmanninn til að halda sig í heimalandinu.
Það er óljóst hvort Kane sé tilbúinn að ganga í raðir Chelsea en Mauricio Pochettino er nú stjóri liðsins og unnu þeir lengi saman hjá einmitt Tottenham.