Aaron Mooy, leikmaður Celtic, er óvænt búinn að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall.
Þetta kemur mörgum á óvart en Mooy er ástralskur landsliðsmaður og á að baki 57 landsleiki fyrir þjóð sína.
Mooy var frábær fyrir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni frá 2017 til 2020 en samdi síðar við Brighton til tveggja ára.
Hann spilaði lítið hjá Brighton og hélt síðar til Kína en Celtic ákvað að semja við miðjumanninn árið 2022.
Mooy á ennþá ár eftir af samningi sínum við Celtic en hann hefur ákveðið að kalla þetta gott.